Ellert Björgvin SchramFrístundaheimilið Undraland
10. maí
Norðurljós
18:09 - 18:34

Siðfræðikennsla í frístundastarfi

Frístundaheimilið Undraland hlaut þróunarstyrk árið 2019-2020 til að efla siðfræðikennslu í frístundaheimilinu, útbúa fræðsluefni og koma á fót heimasíðu um siðfræðikennslu í frístundastarfi. Verkefnið var unnið í samstarfi við háskólasamfélagið, með það að markmiði að efla siðfræðilega vídd í frístundastarfi og gera starfsfólki og börnum auðveldara að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýnni hugsun.  Verkefnið tók mið af og var þróað í frístundastarfi fyrir 1. og 2. bekk, en einnig unnið þannig að það geti nýst öllum aldurshópum, öðru tómstundastarfi, inn í skólastofuna, foreldrum og öðrum forráðamönnum.

 

Hægt er að fræðast meira um málefnið á heimasíðunni sidfraediifristund.com 

Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.