Skólastjórnendur SeljaskólaSeljaskóli
10. maí
Ríma
12:30 - 12:50

Sjálfsfærniviti Seljaskóla

Seljaskóli hefur undanfarin ár byggt upp skilgreint kerfi þegar kemur að vinnu með félagsfærni og leiðir til sjálfseflingar. Kerfið er sett upp í myndvita og verður í myndbandi farið í gegnum meginþætti vinnunnar og það kjarnastarf sem unnið er í skólanum vegna þessara efnisþátta. Í kjölfar fyrstu kynningar verður boðið upp á fyrirspurnir. Skyggnusýning verður höfð sem viðhengi við myndbandið fyrir þá sem ekki ná spjallinu að myndbandi loknu. 

Stjórnendur munu svara spurningum áhugasamra í Sýningarherberginu Félagsfærni/Sjálfsefling klukkan 13:30.