Réttarholtsskóli
10. maí
Ríma
10:05 - 10:10

Gleðigjörningur í Covid höftum

Þann 13. nóvember 2020 átti gleðigjörningur sér stað í Réttarholtsskóla. Þá var dansað taktfast við lagið ,,Jerusalema“. Allir tóku þátt , nemendur og starfsmenn, rúmlega 400 manns. Hvert sótthólf átti ,,sitt“ svæði við skólann og settir voru upp hátalarar sem vörpuðu tónlistinni til allra. Í þessum gjörningi var varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við en um leið er hann heimild um ástand sem kemur vonandi ekki aftur.

Markmið gjörningsins var:
1. Hleypa gleði inn í umhverfi hafta og Covid-19
2. Sýna að hægt er að skemmta sér innan sóttvarnareglna grunnskólanna
3. Gera samtakamátt áþreifanlegan
4. Efla allt skólasamfélagið
5. Danskennsla
6. Aukin hreyfing
7. Vekja athygli á sóttvörnum

Tengt efni: