Leikskólinn Rauðhóll
10. maí
Norðurljós
08:40 - 09:05

Draumarnir rætast í flæði

Tengja má saman alla þætti menntastefnunnar Látum draumana rætast með því að starfa í anda Mihaly Csikszentmihalyi um flæði (e.flow). Í námsumhverfinu er börnunum mætt á þeirra forsendum þar sem þau hafa nægt rými til sjálfseflingar,  sem felur í sér trú á eigin getu, sjálfsaga og þrautseigju. Með því skilum við félagslega sterkum einstaklingum út í samfélagið sem eru stolt af bakgrunni sínum og menningu.