Gunnlaugur V. GuðmundssonFélagsmiðstöðin Gleðibankinn
10. maí
Norðurljós
16:25 - 16:40

Rafíþróttaver í Gleðibankanum

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn, frístundaheimilið Eldflaugin og Hlíðaskóli fengu styrk til að setja upp rafíþróttaver. Hugmyndafræðin á bak við rafíþróttaver í félagsmiðstöðinni miðar að því að nútímavæða kennsluaðferðir í óformlegu námi og mæta öllum börnum óháð stöðu þeirra og áhuga. Mikilvægt er að efla sjálfsmynd og heilbrigði barna og ungmenna í gegnum starf á þeirra áhugasviði. Það samrýmist því vel hugmyndum tómstundamenntunnar um að mæta áhuga þeirra sem spila tölvuleiki á þeirra forsendum og það er mikil nútímavæðing í kennsluaðferðum að efla sjálfsmynd þeirra gegnum tækni og leik. 

Í rafverinu eru þrír opnir klúbbar, einn sértækur klúbbur, valgrein innan skólans og einnig er rafverið opið öllum á almennum opnunum. Í málstofunni verður farið yfir niðurstöður kannana á líðan þátttakenda, upplifun foreldra og skóla á verkefninu, almenn virkni í öðru starfi og hvaða reynslu aðrar starfsstöðvar geta nýtt sér.

Verkefnið Rafíþróttaver fékk styrk úr B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020.

Tengt efni:


Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.