Paul BennettIDEO
10. maí
Silfurberg
11:20 - 11:58

Nýsköpun í menntamálum - “Innovation in Education”

Paul Bennett er yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO einu framsæknasta hönnunarfyrirtæki heims. Hann hefur víða komið að nýsköpun og hönnun, m.a. í tengslum við breytingar í menntakerfum. Paul leggur áherslu á að vekja áhuga og ástríðu hjá þeim sem hann vinnur með. Hann hvetur þá til að hugsa út fyrir kassann og þróa skapandi lausnir sem nýtast öllu samfélaginu. Hann telur góða hönnun vera hreyfiafl og að knýja megi fram nauðsynlegar breytingar með aðkomu stjórnvalda og fyrirtækja. Paul segir alla geta skapað og telur mikilvægt að börn með skapandi huga fái menntun til að hafa áhrif á framtíðina.

Í erindi sínu mun Paul fjalla um hvernig byggja má á hugmyndafræði hönnunar og nýsköpunar í skóla- og frístundastarfi og sýna dæmi um alþjóðleg umbótaverkefni í menntun og menntakerfum.  

Í lok erindisins munu þau Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingvi Hrannar Ómarsson spjalla við Paul og taka við spurningum frá áhorfendum í gegnum SLIDO.

Fríða Bjarney er deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála sem hefur það hlutverk að styðja starfsstaði skóla- og frístundasviðs við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur til 2030.

Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá sveitarfélaginu í Skagafirði og sérfræðingur hjá skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu Íslands til 2030.