Belinda Ýr HilmarsdóttirNorðlingaskóli
10. maí
Ríma
15:25 - 15:30

Herramenn/Ungfrúr

Við í 1. og 2. bekk ákváðum að taka fyrir bækurnar um Herramennina/Ungfrúr þar sem við vildum taka fyrir sögugerð, sögupersónur og umhverfi. Fannst okkur þessar bækur stuttar, hnitmiðaðar og einfalt er að sjá umhverfið og sögupersónur. Kennarar voru duglegir að lesa bækur fyrir nemendur og rætt var um uppsetningu bókarinnar, persónur og umhverfi. Nemendur fengu svo þau skilaboð að allir ættu að skrifa sína eigin bók um Herramann/Ungfrú. 

Fyrsta verkefnið var því að skapa sína eigin persónu og gefa henni nafn. Næst var hugsað svolítið um hvernig persóna hún væri, góð, fýlugjörn, jákvæð eða neikvæð. Þá þurftu allir að teikna persónuna aftur, skrifa nafnið hennar, velja lýsingarorð sem hæfa henni og skrifa tvær til þrjár málsgreinar sem lýsa persónuninni. Þriðja verkefni var hugarkort þar sem skrifa þurfti um aðalpersónuna, umhverfið, hvernig hún hagar sér og hvort einhverjir aðrir séu í sögunni. Að lokum þurftu nemendur að skrifa söguna, annað hvort á laus blöð eða í sögubók. Kennarar fóru yfir, leiðréttu og leiðbeindu nemendum. Sagan var svo hreinskrifuð í bók sem nemendur útbjuggu og þurftu að myndskreyta. Í einhverjum tilfellum skrifaði kennarinn söguna upp í tölvu og fengu nemendur að klippa niður og líma í sína bók eða kennari skrifaði fyrir þá.

Tengt efni: