Árbjörg Ólafsdóttir, Magnús Loftsson, Ottó Valur Leifsson Miðberg
10. maí
Norðurljós
16:10 - 16:25

Hreyfing og hlustun

Hreyfing og hlustun gengur út á að efla hlustun, hreyfingu og umhverfislæsi barna með gönguferðum um nærumhverfi þeirra. Þar fer fram virk hlustun ásamt samtali um það sem fram fer. Unnið verður með gönguferðir þar sem börnin hlusta á sögur saman í hóp. Um leið eru börnin að upplifa sitt nánasta umhverfi í göngu og hreyfa sig saman.

Verkefnið Hreyfing og hlustun fékk styrk úr A-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2020-2021. 

Tengt efni: