Menntavísindasvið HÍ
10. maí
Háaloft
18:09 - 18:25

Frá kennara til kennara – að auka gæði kennslu

Í myndbandinu er rætt um gæði kennslu og leiðir til að auka hana með myndbandsupptökum í kennslustundum. Kennarar víðsvegar að af landinu hafa tekið þátt í starfsþróunarverkefni um gæði kennslu á unglingastigi í veturÞau hafa tekið kennsluna sína upp á myndband og rýnt í með aðstoð sérstaks greiningarramma PLATO. Verkefnið endaði með fjölsóttri málstofu þar sem þátttakendur kynntu afrakstur vinnunnar. Verkefnið var styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Verkefnið tengist líka norrænu öndvegissetri 2019-2024  QUINT (e. Quality in Nordic Teaching) – um gæði kennslu á Norðurlöndum.