Leikskólinn Jöklaborg
10. maí
Norðurljós
12:10 - 12:15

Þróunarverkefni á Jöklaborg - unnið með félagsfærni

Leikurinn er hornsteinn alls starfs í leikskólanum Jöklaborg og í gegnum leik eflum við félagsfærni barnsins. Í leik læra þau að gefa og þiggja, eiga í félagslegum samskiptum og læra hvert af öðru: umburðarlyndi; samstarf; samkennd; að hlusta á skoðanir annarra og tjá skoðanir sínar með virðingu. Aðalmarkmið okkar er að börnunum líði vel og að þau fái að njóta sín.

Þróunarverkefni Jöklaborgar snerist um félagsfærniþátt Menntastefnu Reykjavíkurborgar en við unnum einnig með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við unnum að því að efla frjálsan leik barna, gera hann gildismeiri og lögðum áherslu á samskipti á milli barna og á milli barna og starfsmanna. Kapp var lagt á að börnin öðluðust færni í að starfa saman, setja sig í spor annarra og sýna öðrum góðvild og virðingu.

Markmið þróunarverkefnisins var að efla félagsfærni, sjálfshjálp, sjálfsmynd, hugrekki og hjálpsemi. Að þessum markmiðum vinnum við í öllu daglegu starfi leikskólans.
Hver deild valdi sér verkefni sem hæfðu aldri barnanna til að efla þroska og byggja á fyrri reynslu barnanna.

Leikskólinn Jöklaborg er sex deilda leikskóli í Seljahverfi í Reykjavík með börn á aldrinum 1 árs til 6 ára. Leiðarljós leikskólans eru Gleði – Virðing – Sköpun. 

Tengt efni: