Helga Kristín Olsen, Katrín Cýrusdóttir, Matthildur M. BjörgvinsdóttirHúsaskóli
10. maí
Ríma
11:30 - 11:50

Þematengt nám með byrjendalæsi

Þematengt nám á yngsta stigi í Húsaskóla þar sem unnið er eftir aðferðafræði Byrjendalæsis. Námsgreinar eru samþættar þar sem lögð er áhersla á samþættingu náttúrufræði, samfélagsfræði, stærðfræði og íslensku. Leitast er við að vinna skapandi verkefni þar sem verk nemenda fá notið sín og þeim gert hátt undir höfði. Unnið er í þverfaglegum teymum og vinna nemendur í hópum þvert á árganga. Komið er til móts við nemendur með fjölbreyttu námi í samræmi við áhuga og hæfileika hvers og eins. Aðferðin eykur þekkingu á samfélagi og náttúru og styður við lýðræðislega þátttöku nemenda.

Hægt er að nálgast meira efni tengt læsi í sýningarrými um læsi