Hafey Viktoría, Bryndís Steina, Þóra ÓskarsdóttirFab Lab Reykjavík
10. maí
Háaloft
12:50 - 13:00

Skapandi námssamfélag og uppsetning sköpunarvera

Í þessu erindi kynna þær Hafey, Bryndís og Þóra samstarf þriggja grunnskóla í Breiðholti og Fab Lab Reykjavíkur. Samstarfsverkefnið ber nafnið Skapandi námssamfélag og felur í sér að setja upp sköpunarver í grunnskólunum til að efla sköpunargleði nemenda. Farið verður yfir framvindu verkefnisins til þess að efla kennara og gefa nemendum tækifæri til að nýta hugvit sitt og sköpun með því að koma hugmynd í framkvæmd. 
 

Starfsmenn Fab Lab Reykjavík munu svara spurningum áhugasamra í Sýningarherbergi um stafræna tækni klukkan 13:00.