Eva Halldóra GuðmundsdóttirFélagsmiðstöðin 100og1
10. maí
Norðurljós
17:35 - 17:54

Draumasviðið

Á dögum þar sem félagslegu öryggi okkar er ekki einungis ógnað í raunheimum heldur einnig á netinu þróa unglingar með sér óraunhæfar kröfur til lífs sín, hvernig þau ,,eiga” að líta út, hvað er eðlilegt í samskiptum og hver vinnan er að baki sigrunum. Oft eru þessar raddir ráðandi í lífi barna og unglinga og því þurfa þau leiðsögn við að læra gagnrýna hugsun, sjálfseflingu og samkennd. 

Draumasviðið var samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Austurbæjarskóla og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem hlaut B-hlutastyrk úr þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Markmið verkefnisins var að þróa mótsvar við þessum áskorunum í lífi unglinga í gegnum leiklistaráfangann Draumasviðið sem boðið var upp á sem val fyrir 8.-10. bekk í Austurbæjarskóla. Í málstofunni verður farið yfir hvernig samsköpunarvinna leiðir að markmiðum áfangans. 

Forsendur áfangans voru að listin væri rannsóknarleiðangur þar sem unnið var með spurningar og forvitni þátttakenda virkjuð. Mikilvæg niðurstaða verkefnisins var að unglingar fengju vettvang til að kynnast aðferðum og leiðum til að skapa sjálfstætt, vinna í hópi og leiða hópavinnu. Í samsköpunarvinnu (e. devised) í sviðslistum hefur hver og einn mikilvægu ábyrgðarhlutverk að gegna við að framfylgja sýn hópsins. Í gegnum ferlið og þátttöku í áfanganum teljum við að unglingarnir hafi tekist þá ábyrgð á hendur sem um leið hafði áhrif á trú þeirra á eigin getu og efldi sjálfstraust þeirra.

Verkefnið Draumasviðið – tækifæri sköpunar fékk styrk úr B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020.

Tengt efni: 


Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.