Ingunnarskóli, Selásskóli og Vesturbæjarskóli
10. maí
Ríma
11:10 - 11:30

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur

Hér verður sagt frá þróunarverkefninu Austur - Vestur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla um sköpunarsmiðjur. Markmið með verkefninu er að stuðla að aukinni sköpun og notkun tækni í skólastarfi, tengslum náms við samfélagið, breytingastarfi og því hvernig skólinn fer að því að mæta í verki ákalli um nútímalegt og uppbyggilegt skólastarf. Verkefnið er stutt af rannsóknarteymi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands sem hefur fylgst með frá upphafi. Skólarnir deila verkefnum og reynslu sín á milli til þess að læra hver af öðrum sem stuðlar að góðu samstarfi. Gott samstarf kennara í teymiskennslu, samstarf verkefnastjóra, stjórnenda og rannsóknateymis frá Menntavísindasviði eru lykilatriði við framgang verkefnisins.

Kíktu í heimsókn í án grímu í gegnum gagnvirka kortið í Sýningarherbergi um stafræna tækni

Samstarfsverkefnið Austur-Vestur sköpunar og tæknismiðjur hlaut styrk í B-hluta þróunar og nýsköpunarsjóðs Skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020 og 2021-2022

Tengt efni: