Dr. Hoda Thabet og Aðalheiður Diego HjálmarsdóttirÁlftamýrarskóli
10. maí
Ríma
15:55 - 16:35

Mig dreymir um að verða: lögreglumaður, listakona, dýralæknir

Í verkefninu Að endurskrifa sögur stríðs í sögur friðar greina nemendur við stoðdeild Birtu lífssögu sína og segja frá sínum draumum. Þau ræða hvernig þau geti lagt sitt af mörkum til að láta drauma sína rætast. Börnin lesa saman valdar barnasögur frá ýmsum menningarheimum sem koma inn á hluti eins og að taka jákvæðar ákvarðanir, hjálpa öðrum og sýna aðgát. Verkefnið byggist á því að hjálpa innflytjendabörnum, 10-14 ára, að segja frá, greina og endurskrifa lífssögur sínar. Eitt af markmiðum verkefnisins er að hjálpa börnunum að öðlast sjálfstraust og von um bjarta framtíð.

Tengt efni: